Endurbætur á matsal öryggissvæðisins
Tekinn í notkun í dag
4.3.2019 Kl: 11:32
Undanfarna mánuði hafa umfangsmiklar endurbætur staðið yfir á mötuneyti öryggissvæðisins á Keflavíkurflugvelli sem í daglegu tali nefnist 179 en það var byggingarnúmer hússins þegar það tilheyrði varnarliðinu. Mannvirkjadeild Landhelgisgæslunnar hefur yfirumsjón með verkefninu fyrir hönd stofnunarinnar en verklegar framkvæmdir eru á vegum Framkvæmdasýslu ríkisins og var Bergraf fengið til að annast þær.
Breytingarnar felast í stækkun matsalarins, endurnýjun eldhúss auk þess sem ný viðbygging hýsir salerni og þvottahús. Mötuneytið var tekið í notkun í dag þegar fyrstu gestirnir settust að snæðingi í hádeginu.