F-35 orrustuþota ítalska flughersins lenti af öryggisástæðum á Akureyri

Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum.

  • IMG_1275

27.9.2019 Kl: 14:25

Laust eftir klukkan eitt í dag lenti F-35 orrustuþota ítalska flughersins á Akureyrarflugvelli af öryggisástæðum. Vélin var í æfingaflugi en loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins hefst í næstu viku. TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, var kölluð út til að flytja liðsmenn ítalska flughersins norður til að kanna ástand vélarinnar. Með í för eru einnig tveir liðsmenn séraðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar og tveir frá sérsveit ríkislögreglustjóra til að annast öryggisgæslu umhverfis vélina. TF-GRO tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan 14:00.