Færanleg ratsjá kanadíska flughersins sett upp á Stokksnesi
Í ár standa yfir umfangsmiklar endurbætur á ratsjárkerfum Atlantshafsbandalagsins hér á landi.
20.4.2020 Kl: 15:56
Í ár standa yfir umfangsmiklar endurbætur á ratsjárkerfum Atlantshafsbandalagsins hér á landi. Á ratsjár- og fjarskiptastöðvunum á Miðnesheiði, Bolafjalli, Gunnólfsvíkurfjalli og Stokksnesi eru langdrægar þrívíddar ratsjár sem notaðar eru fyrir loftrýmisgæslu og loftrýmiseftirlit Atlantshafsbandalagsins en hluti kerfisins einnig nýttur af Isavia fyrir almenna flugleiðsögu og flugöryggi.
Verkefnið hófst á Miðnesheiði í febrúar og heldur áfram á Stokksnesi í vikunni. Meðan verið er að breyta ratsjánum er notast við færanlega ratsjá sem kanadíski flugherinn kom með til landsins í febrúar. Kanadíska ratsjáin hefur nú verið flutt á Stokksnes og sett þar upp. Með búnaðinum fylgja 24 sérfræðingar frá kanadíska flughernum. Færanlega ratsjárkerfið er hér í þeim tilgangi að tryggja órofinn rekstur og eftirlit með loftrýminu yfir og við Ísland.
Búnaður kanadíska flughersins.Færanlega ratsjáin á Stokksnesi.Færanlega ratsjáin sett upp.
Verkefnið hófst á Miðnesheið í febrúar og halda áfram Stokksnesi í vikunni.