Fjarskipti frá Noregi og Englandi

Veðurskilyrði valda því að varðstjórar í stjórnstöð hafa hlustað á fjarskipti sem ættu undir venjulegum kringumstæðum ekki að berast hingað til lands.

  • Image004_1542749269679
20.11.2018 Kl: 21:25

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hefur glímt við afar óvenjuleg talstöðvarskilyrði í dag vegna háþrýstisvæðis sem liggur frá Noregi til Íslands. Skilyrðin valda því að stjórnstöðin nemur fjarskipti frá Englandi, Noregi og Norðursjó sem alla jafna ættu ekki að drífa nema 30-40 sjómílur. 

Þessi heita tunga, sem liggur frá Noregi, gerir það að verkum að fjarskipti og staðsetningarmerki skipa berast mun lengra að en gengur og gerist á venjulegum degi. 

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa stöku sinnum orðið varir við fyrirbærið en oftast í maí og því er þetta ákaflega óvenjulegt á þessum árstíma.

Image003Loftmassinn berst frá Noregi. 

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.