Fjögur rafhlaupahjól í flotann

- Skrifað var undir samning á leigu fjögurra rafhlaupahjóla fyrir starfsmenn Landhelgisgæslunnar. - Liður í grænum skrefum.

  • IMG_4799

8.6.2020 Kl: 15:02

Fjögur ný farartæki bættust í flota Landhelgisgæslunnar í dag þegar skrifað var undir leigusamning á fjórum rafhlaupahjólum. 

Fríða Aðalgeirsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landhelgisgæslunnar, og Ægir Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Hopps, skrifuðu undir samninginn. Hjólin verða staðsett í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og á Reykjavíkurflugvelli en þeim er ætlað að stuðla enn frekar að notkun Gæslunnar á vistvænni farartækjum sem er liður í grænum skrefum Landhelgisgæslunnar. 

Starfsmenn geta núna náð í smáforritið Hopp og komist leiða sinna á rafhlaupahjólunum sem munu vafalaust nýtast vel.

Áratugalöng hefð er fyrir því að farartæki Landhelgisgæslunnar beri nöfn úr norrænni goðafræði og aldrei að vita nema hlaupahjólin fjögur verði komin með slík nöfn áður en langt um líður.

IMG_4802

Hlaupahjólin verða í Skógarhlíð og á Reykjavíkurflugvelli.IMG_4797Starfsmenn skrá sig inn með smáforritinu Hopp og komast allra sinna leiða með hjólunum.IMG_4803Rafhlaupahjólin hafa notið vaxandi vinsælda í Reykjavík að undanförnu.IMG_4799Ægir Þorsteinsson og Fríða Aðalgeirsdóttir.