Fjölbreytt verkefni flugvélar og þyrlu í dag
Þau eru fjölbreytt og mörg verkefnin sem áhafnir loftfara Landhelgisgæslunnar sinna í hverju flugi. Dagurinn í dag var ágætis dæmi um það en þá fóru bæði áhafnir flugvélar og þyrlu Landhelgisgæslunnar í flug þar sem fjölmörgum verkefnum var sinnt.
Áhöfnin á TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fór í löggæslu- og eftirlitsflug þar sem flogið var yfir Skjaldbreið að beiðni jarðvísindadeildar Háskóla Íslands þar sem ábendingar höfðu borist um einkennilega bráðnun í jöklinum sem talin var ástæða til að kanna nánar. Þá tók áhöfnin myndir af nýlegum grjótgarði í Vík í Mýrdal sem byggður var þar út í sjó og kannaði áhöfnin áhrif hans á landbrot. Fallhlífastökkvarar frá Flugbjörgunarsveitinni stukku „freefall“ yfir Sandskeiði, almennu eftirliti var sinnt með skipum fyrir suðurströndinni og myndir teknar af þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF að koma fyrir ljóshúsi á gamla Garðskagavitanum. Áhöfnin á þyrlunni TF-LÍF fór í æfingaflug þar sem margvísleg atriði voru æfð og endaði svo verkefni dagsins við Garðskagavita þar sem áhöfnin sótti ljóshús og slakaði því niður á vitann með aðstoð björgunarsveitarmanna.
Hér eru nokkrar myndir sem áhafnir okkar tóku í dag.
![]() |
Unnið að því að koma ljóshúsi fyrir á Garðskagavita. |
![]() |
Landhelgisgæslan naut aðstoðar björgunarsveitarmanna við verkið. |
![]() |
Grjótgarðurinn í Vík í Mýrdal. |