Síðasta Óðinskaffið fyrir sumarfrí.
Það var bæði fjölmennt og góðmennt í síðasta Óðinskaffinu fyrir sumarfrí sem haldið var í gær. Hollvinasamtök Óðins hafa boðið upp á kaffi og með því í kaffikrók Óðins frá árinu 2007 en þar mæta gamlir skipverjar og vildarvinir varðskipsins og rifja upp gamla tíma. Þráðurinn verður svo tekinn upp aftur í haust.
Óðinskaffið hefur verið haldið frá árinu 2007.
Síðasta ferð Óðins var farin árið 2006 en þá var Sigurður Steinar Ketilsson við stjórnvölinn.
Varðskipið Óðinn kom til landsins árið 1960 og var starfræktur í tæplega hálfa öld. Skipið var smíðað í Álaborg í Danmörku árið 1959.