Fjórir fluttir á sjúkrahús með þyrlum Landhelgisgæslunnar

TF-EIR og TF-GRO voru kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss á Snæfellsnesi.

  • 20191012_135640_resized

12.10.2019 Kl: 20:31

Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-EIR og TF-GRO, voru kallaðar út laust fyrir klukkan eitt í dag vegna alvarlegs umferðarslyss nærri bænum Gröf á Snæfellsnesi. Fjórir slasaðir voru fluttir með þyrlunum á Landspítalann í Fossvogi en sá fimmti sem var í bílnum var fluttur með sjúkrabíl á sjúkrahús. 

20191012_140930_resizedÞyrlur Landhelgisgæslunnar á vettvangi slyssins í dag.