Fjörutíu ár liðin frá því að TF-RAN fórst

Vélin fórst með allri áhöfn. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar minntist þeirra sem fórust í sérstöku minningarflugi í dag.

  • Jens-Sigurdarson-Helgi-Rafnsson-Johann-Eyfeld-Johannes-Johannesson-TF-RAN-Jokulfirdir-2

8.11.2023 Kl: 13:00

Í dag eru fjörutíu ár liðin síðan TF-RAN, þyrla Landhelgisgæslunnar, fórst í Jökulfjörðum með allri áhöfn. Slysið varð skömmu eftir flugtak þyrlunnar frá varðskipinu Óðni undan Kvíum á Jökulfjörðum að kvöldi 8. nóvember 1983.

 
Í áhöfn þyrlunnar voru flugstjórarnir Björn Jónsson og Þórhallur Karlsson auk Sigurjóns Inga Sigurjónssonar stýrimanns og Bjarna Jóhannessonar flugvélstjóra.
TF-RAN, kom í flugflota Landhelgisgæslunnar árið 1980. Þyrlan var sérhönnuð til leitar-, björgunar-, löggæslu- og eftirlitsstarfa. Hún var af gerðinni Sikorsky S-76 og fékk kallnúmerið TF-RAN.

Jens-Sigurdarson-Helgi-Rafnsson-Johann-Eyfeld-Johannes-Johannesson-TF-RAN-Jokulfirdir

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar fór í sérstakt flug vestur í Jökulfirði í morgun þar sem þeirra sem fórust í þessu hörmulega slysi var minnst. Ljósmynd: Árni Sæberg.

Blomsveigur-Jokulfirdir-TF-RAN_1699524197227Blómsveigurinn sem lagður var í Jökulfjörðum. Ljósmynd: Árni Sæberg.

JokulfirdirJökulfirðir. Ljósmynd: Árni Sæberg.


01.-Bjarni-Johannsson-fluv.-og-Bjorn-Jonsson-flugm.-Thingeyri-1977Bjarni Jóhannsson, flugvélstjóri, og Björn Jónsson, flugstjóri. 
10-Thorhallur-Karlsson-flugstj.-i-flugiÞórhallur Karlsson, flugstjóri. 
Sigurjon-Ingi-SigurjonssonSigurjón Ingi Sigurjónsson, stýrimaður.