Flekkir sem reyndust vera loðna og æft við Þrídranga
Fjöldi uppsjávarskipa voru á svæðinu
3.3.2023 Kl:12:36
Í eftirlitsflugi þyrlusveitar Landhelgisgæslunnar í vikunni varð áhöfnin á TF-GNA vör við flekki allt í kringum Reykjanesskagann og suður af landinu. Eftir stutta skoðun kom í ljós að ekki væri um mengun að ræða heldur væru þarna, að öllum líkindum, loðnutorfur á ferðinni. Fjöldi uppsjávarveiðiskipa voru á svæðinu, þar á meðal fjögur færeysk loðnuskip á ferðinni en eitt þeirra var á veiðum.
Flogið var um Garðskaga, fyrir Reykjanes og austur að Surtsey.
Í leiðinni var ákveðið að taka hífingar við þrídranga og var sigmanni slakað niður og hann kannaði í leiðinni hvort allt væri ekki eins og það ætti að vera í vitahúsinu, sem það var. Að því búnu var sigmaðurinn hífður upp aftur, haldið til Heimaeyjar þar sem eldsneyti var sett á vélina og flogið áleiðis til Reykjavíkur.
Áhöfnin á TF-GNA varð vör við flekki allt í kringum Reykjanesskagann og suður af landinu.Þrídrangar.
Uppsjávarskip.