Flogið í flughermi

Á dögunum fór fram þjálfun þyrluflugmanna í flughermi.

  • 20200906_101742

8.9.2020 Kl: 15:43

Flugmenn Landhelgisgæslunnar þurfa reglulega að gangast undir ýmiskonar þjálfun og hluti af henni er þjálfun í sérstökum flughermi í Frakklandi. Slíkt er nauðsynlegt til að uppfylla strangar flugöryggiskröfur. Hver flugmaður þarf að lágmarki að fljúga 200 heildarflugstundir á ári, 180 í þyrlu og um 20 í flughermi. 


Á dögunum voru flugmennirnir Tryggvi Steinn Helgason og Jens Þór Sigurðarson í slíkri þjálfun en Björn Brekkan Björnsson var þjálfunarstjóri. Vegna kórónuveirufaraldursins hefur reynst snúnara að koma slíkri þjálfun við enda að mörgu að huga. 

Á meðfylgjandi myndbandi má sjá Jens lenda þyrlunni með fimlegum hætti, í ólgusjó, á tölvugerðu varðskipi. 


Þjálfun í flughermi