Fyrsta sperran reist
9.6.2022 Kl: 10:50
Mikil eftirvænting ríkti við flugskýli Landhelgisgæslunnar í
morgun þegar fyrsta sperra nýs flugskýlis var reist. Framkvæmdir við flugskýlið
hófust fyrr í vetur.
Nýja flugskýlið mun tengjast flugskýlinu sem fyrir er og
kemur einnig til með að hýsa skrifstofur flugdeildar, mötuneyti starfsmanna,
búningsklefa og hvíldarrými starfsfólks. Gert er ráð fyrir að hluti
flugskýlisins verði tilbúinn strax í haust.
Öryggisfjarskipti ehf. annast
byggingu flugskýlisins. Samkomulag milli Landhelgisgæslu Íslands og
Öryggisfjarskipta var undirritað í fyrra um leigu Landhelgisgæslunnar á
flugskýlinu.
Sperran reist.
Vandað til verka. Gert er ráð fyrir að hluti flugskýlisins verði tilbúinn í haust.
Flugskýlið verður bylting fyrir aðbúnað flugdeildar Landhelgisgæslunnar.
Frá framkvæmdum í morgun.