Forseti Íslands ferðast með varðskipi til Hrafnseyrar

Þetta er í fyrsta sinn í rúm 30 ár sem forseti Íslands gistir um borð í varðskipi.

  • Img_0606

15.06.2018 Kl:18:45

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, steig á skipsfjöl á varðskipinu Þór síðdegis ásamt fylgdarliði. Forseti heimsækir Hrafnseyri við Arnarfjörð í fyrsta sinn síðan ​hann tók við embætti en áætlað er að Þór verði kominn vestur í fyrramálið. Skipherra á Þór er Halldór Benóný Nellett og með í för er Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 30 ár sem forseti Íslands gistir um borð í varðskipi en það gerði frú Vigdís Finnbogadóttir síðast á níunda áratug síðustu aldar en hún var þá á leið til Hrafnseyrar.

Img_7257Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands.

Img_0615Varðskipið Þór lætur úr höfn með forseta og fylgdarlið um borð.