Þyrlusveit hífði dekk og forseta

Vel heppnað verkefni og æfing á Bessastöðum.

  • Gudni-Th-Johannesson-i-thyrlu-Landhelgisgaeslunnar

11.10.2023 Kl: 16:48

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, tók þátt í björgunaræfingu með áhöfninni á TF-GRO, þyrlu Landhelgisgæslunnar, við Bessastaði í dag. Sigmaður þyrlunnar seig niður til forsetans sem var staddur í fjörunni yst á nesinu, klæddi forsetann í björgunarlykkju og hífði hann að því búnu um borð í þyrluna.

Þegar björgunaræfingunni var lokið fór fram fjöruhreinsun þar sem áhöfn þyrlunnar hífði tvö níðþung bíldekk úr fjörunni yst á nesinu en þau vógu samtals 400 kíló. Dekkjunum var krækt í þyrluna og flogið með þau að bílageymslu við Bessastaði. Þaðan verða þau flutt til förgunar.

Eftir að verkefnum þyrlusveitarinnar var lokið bauð forsetinn áhöfn þyrlunnar í kaffisamsæti á Bessastöðum.

Ljósmyndir: Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins.

Björgunaræfing

Forseti-Islands-Gudni-Th.-Johannesson-og-thyrla-Landhelgisgaeslunnar-a-BessastodumGuðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og TF-GRO. 

Dekk-hifdDekkin hífð.

Kristjan-Bjorn-Arnar-Jens-Thor-Sigurdarson-Johannes-Johannesson-og-Asgeir-Erlendsson-med-forseta-IslandsKristján Björn Arnar, Jens Þór Sigurðarson, Jóhannes Jóhannesson og Ásgeir Erlendsson.

A-BessastodumÁ Bessastöðum. 

Gudni-Th-Johannesson-i-thyrlu-LandhelgisgaeslunnarGiftugsamleg ,,björgun".

Thyrlan-kemur-med-dekkDekkin flutt með þyrlunni. 

Forseti-hifdurGuðni hífður um borð í þyrluna.