Forsetinn fór með Freyju í útkall

Guðni Th. Jóhannesson fór í útkall með varðskipinu Freyju.

  • Gudni-Th.-Johannesson-um-bord-i-Freyju-og-fylgist-med-utkalli.-Fridrik-Hoskuldsson-skipherra

22.1.2023 Kl: 21:36

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, var um borð í varðskipinu Freyju sem kallað var út vegna togarans Hrafns Sveinbjarnarsonar sem varð aflvana út af Straumnesi. Til stóð að forsetinn og áhöfn varðskipsins yrðu viðstödd minningarathöfn vegna krapaflóðanna sem féllu á Patreksfjörð fyrir fjörutíu árum en þurftu að halda í útkallið áður en þangað var komið.

Skipstjórinn á Hrafni tilkynnti stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um málið á fjórða tímanum í nótt og óskaði eftir aðstoð varðskips. Haft var samband við varðskipið Freyju sem þá var á leið inn á Patreksfjarðarflóa.
Varðskipið Freyja hélt af stað áleiðis til togarans og kom að skipinu klukkan 11 í morgun. Línu var skotið á milli skipanna og haldið áleiðis til lands. 
Það vildi hins vegar svo til að forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson, ásamt bílstjóra embættisins var staddur um borð í varðskipinu Freyju. Hann var sóttur til Grundarfjarðar í gærkvöldi en varðskipið var við útskipti á öldumælisdufli á Breiðafirði í gær og ákveðið í samráði við forsetann og forsetaembættið að hann sigldi með varðskipinu til Patreksfjarðar þar sem að tvísýnt var um landleiðina til að komast á á minningarathöfnina á Patreksfirði. 
Forsetinn var vakinn upp af værum svefni og rætt um hvort að hann vildi að reynt yrði að setja hann í land en vildi hann ekki að aðgerðir varðskipsins tefðust vegna þess og siglir því með skipinu. Að sögn skipherra varðskipsins Freyju var forsetinn orðinn sjóaður og fylgdist vel með gangi mála.
Síðdegis tókst viðgerð um borð í togaranum sigldi skipið fyrir eigin vélarafli áleiðis til Hafnarfjarðar þar sem ný veiðarfæru voru sótt.
Nauðsynlegt reyndist að skera á veiðarfæri skipsins úti fyrir Straumnesi og hefja drátt þegar í stað því hafís var komin nálægt togaranum og varðskipinu Freyju.
Freyja hélt norður fyrir land og fór Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, frá borði á Akureyri.
Myndir: Guðmundur St. Valdimarsson
Hrafn-sveinbjarnarsonHrafn Sveinbjarnarson tekinn í tog. 
Gudni-Th.-i-bru-vardskipsins-FreyjuFriðrik Höskuldsson, skipherra, og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. 
Hrafn-S-utkallÁhöfnin á varðskipinu Freyju. 
Gudni-Th.-Johannesson-i-bru-FreyjuGuðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, um borð í Freyju. 
Gudni-Th.-Johannesson-um-bord-i-Freyju-og-fylgist-med-utkalli.-Fridrik-Hoskuldsson-skipherraFriðrik Höskuldsson og Guðni Th. Jóhannesson.