Fræðsla um snjóflóðaleit og nýtt björgunartæki

Áhöfnin á varðskipinu Tý fékk fræðslu um snjóflóðaleit og prófaði nýtt björgunartæki.

  • IMG_5552-2-

22.11.2019 Kl: 14:31

Á dögunum sat áhöfnin á varðskipinu Tý afar fróðlegan fyrirlestur hjá Teiti Magnússyni, björgunarsveitarmanni í Björgunarfélagi Ísafjarðar, um snjóflóð og snjóflóðaleit. Samkvæmt því sem fram kom í máli Teits falla flest snjóflóð á svæði björgunarfélagsin og því er sveitin er reynslumikil þegar kemur að málaflokknum.
Ætíð hefur verið mikil og góð samvinna milli Landhelgisgæslunnar og Björgunarfélags Ísafjarðar en þar má meðal annars nefna eftirlit og viðhald með björgunarskýlum á norðanverðum Vestfjörðum.
Þá æfði áhöfn varðskipsins björgun úr sjó með nýju björgunartæki frá fyrirtækinu Jason Cardle sem auðveldar varðskipsmönnum að ná fólki sem liggur lárétt úr sjó. Æfingin gekk hratt og örugglega fyrir sig.

IMG_E0758Teitur Magnússon hélt afar fróðlegan fyrirlestur.IMG_5539-2-Nýja björgunartækið.IMG_5542-2-Æfingin gekk hratt og örygglega fyrir sig.IMG_5562Björgun lokið. Myndir: Guðmundur St. Valdimarsson.