Framfarir í þrekprófum

Undanfarin þrjú ár hefur Landhelgisgæslan unnið markvisst að bættu líkamlegu atgervi starfsfólks og stuðlað að almennu heilbrigði.

  • Image00020_1620311891104

6.5.2021 Kl: 14:36

Undanfarin þrjú ár hefur Landhelgisgæslan unnið markvisst að bættu líkamlegu atgervi starfsfólks og stuðlað að almennu heilbrigði. Til að byrja með voru haldin þrek- og styrktarnámskeið hjá Mjölni fyrir starfsfólk í Reykjavík og samtímis fóru fram námskeið í Sporthúsinu í Reykjanesbæ fyrir starfsfólk á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Á sama tíma voru þrekpróf Landhelgisgæslunnar hugsuð upp á nýtt með það að leiðarljósi að láta þau líkja eftir því líkamlega álagi er starfsfólk kann að upplifa við vinnu sína á krefjandi tímum. Þar er áhersla lögð á að geta valdið eigin þyngd, auk búnaðar, þar sem starfsfólk þarf að vera meðvitað um eigin getu til að bjarga sér og öðrum úr vissum aðstæðum.

Þrekprófin gefa greinagóða mynd af líkamlegu ástandi starfsfólks og veita upplýsingar um hvar áherslur skulu liggja í líkamlegri þjálfun hjá hverjum og einum þegar fram líða stundir.

Jafn og góður stígandi hefur verið í framförum starfsfólks og fóru niðurstöður prófa í ár langt framúr þeim markmiðum sem við höfðum dregið upp á sínum tíma. Lykilþátturinn í þeirri velgengni er einstaklingsframlag starfsfólks þar sem þau hafa sýnt aðdáunarverða elju og vinnusemi á þessum erfiðu tímum.

Nokkrir einstaklingar munu síðla árs vera sendir á þjálfaranámskeið hjá Mjölni til að geta sinnt þjálfun um borð í varðskipum okkar.

Hér má sjá myndir frá þrekprófinu sem fram fór í vikunni. Áhafnir varðskipa landhelgisgæslunnar þreyttu almenna þrekprófið, en alls eru fjögur þrekpróf lögð fyrir hjá Landhelgisgæslunni. Almennt þrekpróf, Sjúkrapróf, Súrefnisupptökupróf og sjósundspróf.

Image00021_1620311890772Garðar Rafn Nellett og Kristinn Ómar Jóhannsson.

Image00016Æfingar fóru fram á Kópavogsvelli.

Image00002_1620311891141Vestin sem notuð voru í þrekprófinu.  

Image00005_1620311891005Friðrik Höskuldsson, yfirstýrimaður, sem stendur hér fyrir miðju stóð sig afbragðsvel í þrekprófunum.

Image00023_1620311890626Upphífingar um borð.