Tíunda hreinsunarferð Hreinni Hornstranda.
26.6.2023 Kl: 13:23
Harðduglegur 20 manna hópur sjálfboðaliða safnaði rusli í 24 ,,saltpoka“ á Bolungarvík á Ströndum um helgina. Ruslið var flutt frá Bolungarvík til Ísafjarðar með varðskipinu Freyju. Þetta var tíunda hreinsunarferð hópsins sem kallar sig Hreinni Hornstrandir. Ferðinni lauk þegar varðskipið lagðist að bryggju á Ísafirði með ,,afla“ helgarinnar.
Hópurinn um borð í varðskipinu Freyju.
Ruslið um borð í varðskipinu.
Þetta var í tíunda sinn sem farið er í hreinsunarferð á Hornströndum.