Freyja lýkur störfum í Steingrímsfirði

Áhöfnin á Freyju færði farm Wilson Skaw

  • Freyja-siglir-fra-Wilson

2.5.2023 Kl: 10:12

Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur lokið störfum í Steingrímsfirði en þar hefur áhöfn skipsins verið undanfarna daga og unnið að björgun flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði í Húnaflóa fyrir tæpum tveimur vikum. Gert er ráð fyrir því að Freyja fari af svæðinu síðar í dag.

Áhöfn Freyju lauk við að færa farm skipsins í gær. Verkið hófst á laugardag og tók skemmri tíma en áætlað var. Færanlegir kranar á hlið skipsins voru nýttir til verksins og reyndust sérlega vel. Þá var einnig soðið fyrir brunnop í afturlest.

Verkefnið er nú í höndum björgunarfélags sem starfar á vegum eigenda skipsins.

Landhelgisgæslan gerir ráð fyrir að skipið verði dregið úr Steingrímsfirði á næstu dögum.

Ljósmyndir: Guðmundur St. Valdimarsson.

Einar-Valsson-skipherra-i-bru-Freyju.-Stjornar-adgerdumEinar Valsson, skipherra, stýrir aðgerðum um borð í Freyju.

Freyja-siglir-fra-WilsonFreyja siglir frá Wilson Skaw.

Saltid-eftir-tilfaersluBúið að færa farm skipsins til. 

Bunadur-fluttur-a-milli-skipannaBúnaður fluttur á milli skipanna.