Freyja til taks á Ísafirði

23. febrúar, 2022

Varðskipið Freyja verður til taks á Vestfjörðum vegna veðurs.

23.2.2022 Kl:10:44

Varðskipið Freyja er nú komið til Ísafjarðar þar sem skipið verður í viðbragðsstöðu vegna afar slæmrar veðurspár á Vestfjörðum næsta sólarhring. 

Eftirlitsferð skipsins átti að ljúka í dag en var framlengd vegna þessa.

Appelsínugul viðvörðun verður í gildi á Vestfjörðum og á Breiðafirði í dag.

Ljósmyndir: Guðmundur St. ValdimarssonFreyja-a-IS