Freyja tók flutningaskip í tog til Húsavíkur
Skipið varð vélarvana í fyrrinótt.
17.4.2024 Kl: 10:09
Varðskipið Freyja kom með hollenska flutningaskipið sem varð vélarvana úti fyrir Riftanga í togi til Húsavíkur í gærkvöld. Vel gekk að koma taug á milli skipanna og ferðin til Húsavíkur sóttist vel. Hér fyrir neðan má sjá myndir frá aðgerð gærdagsins.
Taug komið á milli skipanna.
Hæglætisveður var á staðnum.
Um borð í varðskipinu Freyju.
Raggi Hansa tók meðfylgjandi myndir.