Fullkominn búnaður Freyju nýttur til að sleppa öldumælisdufli á Grímseyjarsundi

Varðskipið Freyja sinnti eftirliti og verkefnum á hafinu umhverfis Ísland.

  • Image00004_1642163343841

14.1.2022 Kl: 12:03

Undanfarna daga hefur áhöfnin á varðskipinu Freyju annast eftirlit með lögsögunni. Í vikunni var öldumælisdufli á vegum siglingasviðs Vegagerðarinnar sleppt á Grímseyjarsundi. Varðskipið Freyja er vel búið krönum og við aðgerðina voru brautarkranar skipsins notaðir sem og sleppikrumlur krananna til að koma duflinu og legufærinu fyrir í sjónum. 

Friðrik Höskuldsson, skipherra, nýtti svokallað DP kerfi skipsins til að halda því nákvæmlega á þeim stað sem duflinu var sleppt. Búnaður Freyju gerir verkefni sem þetta mun skilvirkara og öruggara fyrir áhöfnina. 

Í ferðinni var fjareftirlit haft með fiskiskipum, þar á meðal uppsjávarveiðiskipum norðaustur af Langanesi en skipin voru þar á loðnuveiðum. Vegna fjölda Covid-19 smita í samfélaginu var ekki farið um borð í skipin að þessu sinni. 

Varðskipið Freyja lagðist svo að Óskarsbryggju á Siglufirði síðdegis í gær.

Ljósmyndir: Guðmundur St. Valdimarsson.

Öldumælisdufli sleppt Öldumælisdufli sleppt.

Fridrik-Hoskuldsson-skpiherra-i-brunniFriðrik Höskuldsson, skipherra, nýtti DP búnað Freyju svo sleppa mætti duflinu nákvæmlega.

Image00002_1642163343172Duflið 

Afturthilfar-Freyju-Freyja-januar-2022Afturþilfar varðskipsins Freyju. 

Image00004_1642163343841Hluti áhafnar Freyju með öldumælisduflið. 

Image00001_1642163343913Legufærið. 

Freyja-Siglufjordur-OskarsbryggjaFreyja í höfn á Húsavík.

Freyja-SiglufjordurFreyja fer frá Akureyri.

LodnuveidiFjareftirlit með loðnuveiði.

Bangsi-1Aðalbjörn, gæslubangsi, var með að þessu sinni.