Fumlaus viðbrögð við háska æfð

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sóttu árlegt endurmenntunarnámskeið.

  • 20190226_111832

28.2.2019 Kl: 14:24

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar standa vaktina allan sólarhringinn í Skógarhlíð í Reykjavík. Þeir sem þar starfa eru ábyrgir fyrir skilvirkri skipulagningu leitar- og björgunarþjónustu fyrir sjófarendur og loftför innan íslenska björgunarsvæðisins. Á dögunum fór fram árlegt árlegt endurmenntunarnámskeið þar sem farið er yfir grunnatriði í óvissu-, háska- og neyðarstigum hjá flugförum innan björgunarsvæðisins. Auk þess var farið yfir ýmis önnur tilvik sem reyna mjög á fumlaus viðbrögð varðstjóranna. 

Sömuleiðis voru æfð viðbrögð við atviki þar sem leikið var eftir að flugvél lenti í gangtruflunum og þurfti að nauðlenda í sjó. Tilgangurinn með æfingunni var að finna líklegasta leitarsvæði fyrir þá sem að björguninni koma. Varðstjórarnir gegna ákaflega þýðingarmiklu starfi hjá Landhelgisgæslunni enda er gjarnan talað um að stjórnstöðin sé hjartað í starfsemi stofnunarinnar.

20190219_102128Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar.

20190226_111910Spáð í spilin. Verkefni lagt fyrir.

20190226_111847Endurmenntunarnámskeiðið er ákaflega mikilvægt. 

20190226_093638Hjá Landhelgisgæslunni er gjarnan talað um að stjórnstöðin sé hjartað í starfseminni. 

20190226_093652