Sjávarfallaspár, sjávarfallarannsóknir og hækkun sjávarborðs
14.2.2020 Kl: 15:55
Kunnátta og þekking á fræðasviðinu sem sjávarfallaspár hvíla
á er mikilvæg fyrir okkur Íslendinga. Sama á við um öflin og kraftana sem stýra
sjávarföllum. Þar er kunnátta og þekking sömu leiðis mikilvæg fyrir eyþjóð í
Norður Atlantshafi.
Þá má einnig vísa til hækkunar sjávarborðs vegna hnattrænnar
hlýnunar. Hér á landi er nauðsyn að stunda rannsóknir á því sviði, afla
upplýsinga og byggja þannig undir þekkingu í þeirri viðleitni að sjá fyrir hvað
muni gerast.
Undir North Sea
Hydrographic Commision (NSHC), sem er eitt af undirráðum Alþjóðasjómælingastofnunarinnar
(IHO), starfa nokkrar vinnunefndir. NSHC-Tidal Working Group hittist á fundi haldinn hér í Reykjavík hjá
Landhelgisgæslunni í byrjun febrúarmánaðar. Til fundarins voru boðnir, auk
sérfræðinga frá aldarlöndum NSHC, fulltrúar frá Veðurstofunni og Vegagerðinni. Er
það von Íslendinganna að framhald verði á samtali þessara stofnanna enda eru
m.a. forsendur fyrir spá um breytingu á sjávarborði áfátt á Íslandi. Það er von
okkar sem sátu þennan áhugverða fund f.h. Íslands að með frekara samstarfi
þessara stofnanna, og fleiri, verði lagður grunnur að nýju og betra „núlli“.
Vefur IHO er www.iho.int
Ný vefur fór í loftið nú um áramótin.
Áhugasamir geta óskað eftir aðgangi að fundargögnum og fleiru eins
og fram kemur þegar smellt er á „DOCUMENT ARCHIVE“ hægra megin efst á forsíðu
IHO vefsins.
Á sérvef North Sea Hydrographic Commission: http://nshc.pro/ eru m.a. upplýsingar um Tidal working Group.
Til fundarins voru boðnir, auk sérfræðinga frá aldarlöndum NSHC, fulltrúar frá Veðurstofunni og Vegagerðinni. Fundurinn fór fram í Skógarhlíð.