Fyrsta skútan komin til landsins eftir að landamæraskimun hófst

Fyrsta erlenda skútan sem kemur til landsins eftir að landamæraskimun hófst í vikunni lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum í dag.

  • 20200402_150539335_iOS

19.6.2020 Kl: 16:03

Fyrsta erlenda skútan sem kemur til landsins eftir að landamæraskimun hófst í vikunni lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum í dag. Skútan kom upp í kerfum Landhelgisgæslunnar í morgun en þá höfðu skipverjarnir um borð ekki sent upplýsingar um sig til Landhelgisgæslunnar eins og kveðið er á um. Varðstjórar stjórnstöðvar náðu fjarskiptasambandi við skútuna eftir nokkrar tilraunir.

Um borð reyndust vera tveir sænskir eldri borgarar að sem höfðu lagt af stað frá Svíþjóð 3. júní. Landhelgisgæslan gerði þeim grein fyrir þeim sóttvarnarráðstöfunum sem í gildi eru og kom málinu til heilbrigðisyfirvalda og tollgæslunnar í Vestmannaeyjum. Ekki var talin þörf á að skima eða senda fólkið í sóttkví þar sem það hafði verið í 16 daga einangrun á sjó.