Fyrsta verkefni Freyju
Freyja er með flutningaskipið Francisca í togi áleiðis til Akureyrar.
26.11.2021 Kl: 20:41
Varðskipið Freyja er nú með flutningaskipið Francisca í togi áleiðis til Akureyrar. Þetta er fyrsta verkefni varðskipsins Freyju sem hélt í sína fyrstu eftirlitsferð fyrr í vikunni en skipið kom til landsins þann 6. nóvember. Bilun kom upp í flutningaskipinu og var leitað til Landhelgisgæslunnar vegna mikillar dráttargetu Freyju sem mun draga skipið til Akureyrar. Skipin lögðu af stað frá Straumsvík um klukkan sjö í kvöld og er áætlað að þau verði komin til Akureyrar á aðfaranótt mánudags.
Freyja er mjög vel búin dráttarspilum svo taka má stór og öflug skip í tog en dráttargeta skipsins er til að mynda um tvöfalt meiri en dráttargeta varðskipsins Þórs. Meðfylgjandi er myndband sem sýnir undirbúning verkefnisins fyrr í dag og þegar skipin sigldu af stað um kvöldmatarleytið.
Myndir: Guðmundur St. Valdimarsson.
Undirbúningur verkefnisins hófst fyrr í dag.
Einar Valsson, skipherra, einbeittur.Mörg handtök.Friðrik Höskuldsson, yfirstýrimaður.Francisca í togi.Áhöfn Freyju.