Ganga, hjóla og hlaupa hringinn í Skógarhlíð

Varðstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra safna nú áheitum með því að ganga, hlaupa og hjóla hringinn í kringum landið á starfstöðvum sínum í Skógarhlíð í Reykjavík.

  • 20200413_112955

14.4.2020 Kl: 14:22

Varðstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar og fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra (FMR) safna nú áheitum með því að ganga, hlaupa og hjóla hringinn í kringum landið á starfstöðvum sínum í Skógarhlíð í Reykjavík. Þetta gera varðstjórarnir með skrifstofugöngubrettum og útihlaupum. 

Tilgangur þessa frábæra framtaks er að safna áheitum sem fara óskipt til Vonar, styrktarfélags gjörgæslunnar í Fossvogi. 

Vonandi sjá margir sér fært að heita á varðstjórana en það má gera með því að leggja inn á reikning 0586-14-000609, kt 1305893409.

20200413_165357Jón Árni Árnason, varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, arkar hringinn.91491430_3029587383761274_8077297307118206976_oAssa Sólveig Jónsdóttir á Neyðarlínunni arkar í Skógarhlíð. 92298825_3040645572655455_2394274968499126272_oJón Bjarni Geirsson hjá lögreglunni.