Gestkvæmt á öryggissvæðinu

19. september, 2019

Utanríkisráðherra Grænlands heimsótti öryggissvæðið á dögunum.

19.9.2019 Kl: 13:20

Ane Lone Bagger, utanríkisráðherra
Grænlands, heimsótti öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli ásamt Evu Egesborg
Hansen, sendiherra Danmerkur, á Íslandi síðastliðinn föstudag.

Jón B. Guðnason,
framkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar, tók á móti hópnum ásamt
Kristínu Önnu Tryggvadóttur og Skafta Jónssyni frá utanríkisráðuneytinu.

Nokkuð gestkvæmt hefur verið á
öryggissvæðinu að undanförnu. Gestir frá
akademíu bandarísku strandgæslunnar heimsóttu öryggissvæðið á dögunum
sem og fulltrúar aðalfundar Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum. Jón B.
Guðnason, frá varnarmálasviði Landhelgisgæslu Íslands og Ólöf Hrefna
Kristjánsdóttir tóku á móti hópnum og kynntu störf Landhelgisgæslunnar á
svæðinu. 

IMG_6078Guðrún Þorgeirsdóttir, Rosa
Thorsen, Hans
Peder Kirkegaard, Skafti Jónsson, Jacob
Isbosethsen, Eva
Egesborg Hansen, Ane
Lone Bagger, Jón B. Guðnason, Kristín Anna Tryggvadóttir og Geir Ove Oeby.

IMG_6084Fulltrúar frá akademíu bandarísku strandgæslunnar heimsóttu öryggissvæðið á dögunum.