Gestkvæmt á öryggissvæðinu
Utanríkisráðherra Grænlands heimsótti öryggissvæðið á dögunum.
19.9.2019 Kl: 13:20
Ane Lone Bagger, utanríkisráðherra Grænlands, heimsótti öryggissvæðið á Keflavíkurflugvelli ásamt Evu Egesborg Hansen, sendiherra Danmerkur, á Íslandi síðastliðinn föstudag.
Jón B. Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs Landhelgisgæslunnar, tók á móti hópnum ásamt Kristínu Önnu Tryggvadóttur og Skafta Jónssyni frá utanríkisráðuneytinu.
Nokkuð gestkvæmt hefur verið á öryggissvæðinu að undanförnu. Gestir frá akademíu bandarísku strandgæslunnar heimsóttu öryggissvæðið á dögunum sem og fulltrúar aðalfundar Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum. Jón B. Guðnason, frá varnarmálasviði Landhelgisgæslu Íslands og Ólöf Hrefna Kristjánsdóttir tóku á móti hópnum og kynntu störf Landhelgisgæslunnar á svæðinu.
Guðrún Þorgeirsdóttir, Rosa
Thorsen, Hans
Peder Kirkegaard, Skafti Jónsson, Jacob
Isbosethsen, Eva
Egesborg Hansen, Ane
Lone Bagger, Jón B. Guðnason, Kristín Anna Tryggvadóttir og Geir Ove Oeby.
Fulltrúar frá akademíu bandarísku strandgæslunnar heimsóttu öryggissvæðið á dögunum.