Gildey heimsótti Gæsluna

Samstarf á sviði leitar og björgunar bar á góma í heimsókninni.

  • Gildey1

15.6.2022 Kl: 14:44

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, tók á móti Michael M. Gilday, æðsta embættismanni bandaríska flotans, í Skógarhlíð í gær. Gildey kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar og heimsótti meðal annars stjórnstöð Gæslunnar og flugdeild. Þá fór hann í æfingar og eftirlitsflug með þyrlusveit stofnunarinnar. 

Georg og Gildey ræddu um samstarf á sviði leitar og björgunar en samstarf sjóhersins og Landhelgisgæslunnar hefur alla tíð verið afar farsælt og gott.  

Gildey2Georg Lárusson og Michael M. Gilday í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar. 

Gildey4Fyrir flug með þyrlusveit. 

Gildey3Björn Brekkan, flugstjóri, fer yfir flugið.