Í hádeginu í gær voru 822 skip og bátar á sjó.
18.6.2020 Kl: 16:26
Margir vörðu þjóðhátíðardeginum á sjó miðað við tölur úr
kerfum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Í hádeginu í gær voru 822 skip og
bátar á sjó. Veðrið var með besta móti víðast hvar á landinu auk þess sem
strandveiðitímabilið stendur sem hæst. Varðstjórar í stjórnstöð
Landhelgisgæslunnar höfðu því í nógu að snúast.
Um borð í varðskipinu Þór var þjóðhátíðardagurinn nokkuð
hefðbundinn en þar bar helst til tíðinda að skipið sigldi fram á stóran trjádrumb
sem flaut á Breiðafirði. Drumburinn sem var 15 metra langur var hífður um borð
í varðskipið þar sem hann hefði auðveldlega gata orðið til vandræða fyrir minni
skip og báta.
Trjádrumburinn stóri.
Kominn um borð.
Trjádrumburinn.