Gömul vísindi og ný

Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður, vann til 1. verðlauna í ljósmyndasamkeppni.

  • Gomul-visindi-og-ny-Isjaki-Thorben-Tyr

19.12.2018 Kl: 15:09

Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður á Tý, er mikill myndasmiður og hefur undanfarna áratugi tekið afar skemmtilegar myndir af því sem fram fer um borð í varðskipum Landhelgisgæslunnar. Nú nýverið vann Guðmundur til 1. verðlauna í árlegri ljósmyndasamkeppni sjómannablaðsins Víkings en alls bárust 163 myndir í keppnina að þessu sinni og hafa aldrei verið fleiri.

Það var samdóma álit dómnefndar að mynd Guðmundar sem hann kallar Gömul vísindi og ný, skyldi hreppa 1. sæti. Um myndina sagði dómnefndin að hún fangaði vel sjómennsku í dulúð og að ísjakinn væri eins og dreki að koma að skipinu en myndin var tekinn þann 4. ágúst þegar varðskipið kom að stórum ísjaka. Thorben Lund, yfirstýrimaður, rifjaði við það tækifæri upp gömul fræði og staðfesti mælingar á ísjakanum með gamalli aðferð. 

Myndin verður send í samnorræna myndasamkeppni sem fer fram í febrúar á næsta ári.Landhelgisgæslan óskar Guðmundi innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Gomul-visindi-og-ny-Isjaki-Thorben-TyrGömul vísindi og ný. Thorben Lund mælir ísjakann.
Tekinni-tog-ThorÞór. Þessi mynd verður einnig send í samnorrænu samkeppnina á næsta ári.