Guðmundur Ragnar maður ársins 2018 á Suðurnesjum

Dómnefnd Víkurfrétta valdi Guðmund mann ársins 2018.

  • GudmundurRagnarMagnusson_190119_09LHG

24.1.2019 Kl: 13:32

Guðmundur Ragnar Magnússon, stýrimaður og sigmaður hjá Landhelgisgæslunni, er maður ársins 2018 á Suðurnesjum að mati dómnefndar Víkurfrétta. Guðmundur fékk viðurkenninguna afhenta þegar hann fór í sitt fyrsta flug eftir að hafa rifbeinsbrotnað við björgunaraðgerðir flutningaskipsins Fjordvik í nóvember. Guðmundur Ragnar og áhöfn TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, bjargaði þá fimmtán við erfiðar aðstæður. 

„Tilfinningin er mjög góð. Það er heiður að hafa lent inn á þessum lista,“ sagði Guðmundur Ragnar í samtali við  Víkurfréttir í gær. Rætt er við hann í blaðinu og einnig í Suðurnesjamagasíni sem sýnt er í kvöld á Hringbraut. 

Landhelgisgæslan er afar stolt af sínum manni og óskar honum innilega til hamingju með útnefninguna.

Umfjöllun í Suðurnesjamagasíni

GudmundurRagnarMagnusson_190119_08LHGGuðmundur Ragnar með viðurkenninguna. Mynd: Hilmar Bragi, Víkurfréttir.
GudmundurRagnarMagnusson_190119_09LHGGuðmundur Ragnar Magnússon og Páll Ketilsson, ritstjóri Víkurfrétta. Mynd: Hilmar Bragi, Víkurfréttir.