Guðríður í viðtali við sænska ríkisútvarpið

Guðríður útskýrði hvernig Landhelgisgæslan starfar og með hvaða hætti eftirliti á hafinu umhverfis landið fer fram

  • Gudridur-i-vidtali

22.6.2023 Kl: 13:09

Sænska ríkisútvarpið heimsótti Landhelgisgæsluna á dögunum í þeim tilgangi að afla upplýsinga fyrir umfjöllun um stöðu íslands innan Atlantshafsbandalagsins og hvernig eftirliti umhverfis landið er háttað.

Útvarpskonan Carina Holmberg hitti Guðríði Margrét Kristjánsdóttur, yfirlögfræðing Landhelgisgæslunnar, um borð í varðskipinu Þór þar sem .Guðríður útskýrði hvernig Landhelgisgæslan starfar og með hvaða hætti eftirliti á hafinu umhverfis landið fer fram

Guðríður bjó og starfaði í Svíþjóð í fjölmörg ár og því voru hæg heimatökin að svara spurningum útvarpskonunnar á sænsku. Umfjöllunin var flutt í morgunþætti sænska útvarpsins í síðustu viku. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, var einnig til viðtals.

Umfjöllunina má finna hér:

esradio.se/artikel/natos-solidaritet-provas-pa-island

Gudridur-KristjansdottirGuðríður Margrét í viðtali.