Hafís færist nær landi

Mikilvægt að sjófarendur séu meðvitaðir um legu hans.

  • Mynd1

25.1.2020 Kl: 12:56

Mikilvægt er að sjófarendur séu meðvitaðir um legu hafíss sem er nú rúmar 40 sjómílur frá Straumnesi þar sem hann er næstur landi. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst gervitunglamynd frá Siglingaöryggisstofnun Evrópu, EMSA, klukkan átta í morgun. Hún sýnir ísinn norðvestan við landið en varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa orðið varir við að hann sé að færast nær landi. 


Líklegt þykir að ísinn eigi eftir að nálgast land enn frekar.

Mynd1Hafísinn er norðvestan við landið.