Hafísinn færist nær landi

Er nú um 25 sjómílur NNV af Kögri

  • 64788675_10218862562451160_8989686748929851392_n

21.6.2019 Kl: 16:27

Líkur eru á að hafísinn sem er um 25 sjómílur NNV af Kögri og 34 sjómílur NV af Kópi færist austar og enn nær landi um helgina. Meðfylgjandi kort sýnir rek hafíssins undanfarna daga en það byggir á SENTINEL-1 ratsjármyndum frá COPERNICUS EU dagana 17.-21.06.2019. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir svæðið í vikunni og meðfylgjandi ljósmyndir eru teknar af áhöfn vélarinnar.
Kort_1561134484772Líkur eru á að hafísinn færist nær landi um helgina. 
64819574_10218862561411134_3392377870046199808_nHafísinn fyrr í vikunni. 
65170229_10218862562371158_1362959759161950208_nJakob Ólafsson, flugstjóri, um borð í TF-SIF.