Er nú um 25 sjómílur NNV af Kögri
21.6.2019 Kl: 16:27
Líkur eru á að hafísinn sem er um 25 sjómílur NNV af Kögri og 34 sjómílur NV af Kópi færist austar og enn nær landi um helgina. Meðfylgjandi kort sýnir rek hafíssins undanfarna daga en það byggir á SENTINEL-1 ratsjármyndum frá COPERNICUS EU dagana 17.-21.06.2019. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, flaug yfir svæðið í vikunni og meðfylgjandi ljósmyndir eru teknar af áhöfn vélarinnar.Líkur eru á að hafísinn færist nær landi um helgina.
Hafísinn fyrr í vikunni.
Jakob Ólafsson, flugstjóri, um borð í TF-SIF.