Hafnsögumenn fluttir út í Prince of Wales

Prince of Wales er stærsta herskip sem komið hefur til hafnar í Reykjavík.

  • _90A8060

5.4.2022 Kl: 14:15

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, flutti hafnsögumenn á vegum Faxaflóahafna um borð í flugmóðurskipið Prince of Wales sem kom til hafnar í Reykjavík í gær. Árni Sæberg, ljósmyndari Morgunblaðsins, var um borð og fylgdist með og tók þessar skemmtilegu myndir.

_90A8099Prince of Wales siglir til hafnar. 

_90A8060Jóhann Eyfeld, sigmaður Landhelgisgæslunnar, sígur um borð í Prince of Wales. 

_90A7970Hafnsögumaður Faxaflóahafna sígur um borð. 

_90A8078TF-EIR á Skarfabakka.