Hafsteinn lýkur glæsilegum ferli

Hafsteinn Heiðarsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, flaug sitt síðasta flug fyrir Landhelgisgæsluna í dag.

  • _S4I7510-2

21.8.2020 Kl: 14:53

Hafsteinn Heiðarsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni, lauk glæsilegum ferli þegar hann lenti TF-SIF í síðasta sinn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Hann hefur starfað sem hjá Landhelgisgæslunni í rúma þrjá áratugi. Áður var hann flugmaður hjá Landgræðslunni.

Hafsteinn flaug bæði þyrlum og flugvélum Landhelgisgæslunnar en síðustu ár hefur hann verið flugstjóri á eftirlitsflugvélinni TF-SIF sem hann kom með til landsins árið 2009 ásamt Benóný Ásgrímssyni. Hafsteinn hóf ferilinn sem flugmaður á flugvélum Landgræðslunnar á áttunda áratug síðustu aldar og sinnti landgræðsluflugi í um árabil en hann er einnig menntaður búfræðingur. Hann tók þátt í fjölmörgum eftirminnilegum björgunarafrekum Landhelgisgæslunnar á löngum og vel heppnuðum ferli. 

Hafsteinn fór ásamt áhöfninni á TF-SIF í sitt síðasta flug í hádeginu í dag og fékk góðar móttökur þegar vélin lenti á Reykjavíkurflugvelli um miðjan dag.

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á móti Hafsteini að flugi loknu ásamt samstarfsfólki og fjölskyldu. Þá myndaði flugvallarþjónustan á Reykjavíkurflugvelli heiðursboga eftir lendingu. Þá er gaman að geta þess að Hafsteinn og eiginkona hans, Valgerður Óskarsdóttir, fagna í dag 38 ára brúðkaupsafmæli.

Landhelgisgæslan þakkar Hafsteini vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar.

_S4I7309Hafsteinn lendir TF-SIF í síðasta sinn. Ljósmynd: Árni Sæberg._S4I7387Góðar móttökur að flugi loknu. Mynd: Árni Sæberg._S4I7642-2Georg Kr. Lárusson og Hafsteinn Heiðarsson. Mynd: Árni Sæberg._S4I7467Samstarfsfólk Hafsteins kom saman og kvaddi hann við komuna._S4I7565Georg Kr. Lárusson, Svanhildur Sverrisdóttir, Ásgeir Erlendsson og Hafsteinn Heiðarsson.

IMG_5651Hafsteini var vel fagnað við komuna til Reykjavíkur.IMG_5661Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, og Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðsstjóri, taka á móti Hafsteini við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.IMG_5680Flugvallarþjónustan myndaði heiðursboga að loknu fluginu.IMG_5675Georg Kristinn Lárusson og Hafsteinn Heiðarsson.IMG_5657Hafsteini var vel fagnað.IMG_2669_1598023573529Hólmar Logi Sigmundsson, flugmaður, þakkar Hafsteini fyrir samstarfið að loknu flugi dagsins.
Hér má finna myndir frá ferli Hafsteins.

Eftir-bjorgunHafsteinn ásamt félögum sínum í flugdeild Landhelgisgæslunnar að lokinni vel heppnaðri björgun.Pall-SveinssonHafsteinn starfaði í um árabil hjá Landgræðslunni og sinnti áburðarflugi.Hafsteinn3Hafsteinn var flugstjóri á þyrlum Landhelgisgæslunnar. Hér er hann ásamt áhöfninni á TF-LIF.111-078_1598012024346Hafsteinn um borð í TF-SYN.Valgerdur-OskarsdottirHafsteinn ásamt eiginkonu sinni, Valgerði Óskarsdóttur, árið 2010.Morgunbladid-1990Áhöfnin á TF-SIF árið 1990.LandgraedsluhaffiHafsteinn árið 1988.Hafsteinn-og-PeturHafsteinn og Pétur Steinþórsson.Hafsteinn4Áhöfnin á TF-SYN.Bjorgun2Hafsteinn var flugstjóri á TF-LIF þegar 16 manna áhöfn Baldvins Þorsteinssonar var bjargað árið 2004.Bjorgun_1598011784810Giftusamleg björgun.Hafsteinn2Hafsteinn Heiðarsson fyrir flug á tíunda áratugnum.LandgraedslanUm borð í Páli Sveinssyni.