Hálf öld frá 50 mílna útfærslunni

Annað þorskastríðið hófst þegar fiskveiðilögsagan var færð í 50 sjómílur.

  • 36-F-99-keyrir-fyrir-AEGIR-II

1.9.2022 Kl: 8:05

Forsida-Morgunbladsins-1.-september-1972Í dag er hálf öld liðin frá því að íslensk stjórnvöld færðu fiskveiðilögsöguna út í 50 sjómílur. Með útfærslunni hófst annað þorskastríðið og togvíraklippunum var beitt í fyrsta sinn með góðum árangri.

Alþingi samþykkti útfærsluna þann 15. febrúar 1972 sem tók gildi þann 1. september sama ár. Útfærslan var tilkomin vegna þess að aflabrögðum hafði hrakað verulega árin eftir 12 mílna þorskastríðið vegna ofveiði og einnig fór veiði minnkandi á fjarlægum miðum.

Bretar mótmæltu breytingunni harðlega og vísuðu málinu til Alþjóðadómstólsins í Haag. Vestur-Þjóðverjar voru sama sinnis en Íslendingar viðurkenndu ekki lögsögu dómstólsins í Haag, tóku engan þátt í málflutningi fyrir dóminum sem dæmdu Bretum og Vestur-Þjóðverjum í vil.

50-Skemmdir-a-stefni-ArvakursUm sumarið héldu íslenskir ráðamenn nokkrum sinnum utan til að freista þess að ná samningum við Breta um fiskveiðiréttindi innan 50 mílnanna en án árangurs. Þegar útfærslan tók gildi voru viðbrögð Breta eins og vænta mátti – hörð mótmæli og herskip send á vettvang til að vernda bresku togarana gegn íslensku varðskipunum.

37-SCYLLA-F-71En nú voru Íslendingar komnir með nýtt vopn gegn landhelgisbrjótum, svokallaðar togvíraklippur sem skorið gátu botnvörpur aftan úr breskum togurum með tilheyrandi kostnaði fyrir útgerðina. Klippunum var fyrst beitt gegn breskum togara þann 5. September 1972 af áhöfn varðskipsins Ægis. Í æviminningum Guðmundar Kjærnested segir um þennan atburð:

Nú varð mikið uppistand meðal bresku togaranna sem þarna voru á veiðum um 22 sjómílur innan nýju 50 mílna markanna. Allir hífðu upp trollin og komu siglandi á fullri ferð. Við á Ægi fórum hring um óþekkta togarann og komum nærri stjórnborðs skuthorni hans. Áhöfnin stóð á bátaþilfari og skipverjar köstuðu kolamolum og alls kyns rusli yfir varðskipið. Einn skipverja á togaranaum kastaði stórri brunaöxi sem fór í sjóinn á milli skipanna.

3-sama-og-2-

Guðmundur Kjærnested, skipherra, um borð í varðskipinu Ægi.

 

Um mikilvægan atburð var að ræða því með togvíraklippingunni sannaði Landhelgisgæslan að hún væri fullfær um að framfylgja íslenskum lögum, þau væru ekki innantómur bókstafur með ekkert afl að baki sér.

63-Odinn-III-Loftskm.-Gylfi-Geirsson

Frá september 1972 til nóvember 1973 tókst íslensku varðskipunum að beita þeim með árangursríkum hætti í 82 skipti gegn breskum togurum sem voru að veiðum innan 50 mílna markanna.                

27-Lincoln-F99-a-AustfjardarmidumFyrst eftir útfærsluna í 50 sjómílur voru Bretar mjög hikandi að senda herskip á Íslandsmið. Togvíraklippingar varðskipsmanna reyndu hins vegar svo á þolrifin í bresku togaraskipstjórunum að þeir kröfðust verndarskipa. Breska stjórnin samþykkti kröfur þeirra og sendi þrjár freigátur inn fyrir 50 mílna mörkin þann 23. maí árið 1973. Freigáturnar voru Lincoln, Plymouth, og Cleopatra. Að auki voru þrír dráttarbátar, olíuskip og tvö eftirlitsskip á vegum Breta á miðunum.

Thorskastridid-serblad1-Baldur-Halldor-B.-Nellett-med-togviraklippurÍslenska þjóðin fylgdist spennt með atburðarásinni og tók þátt í deilunni af lífi og sál. Koma bresku herskipanna jók mjög á spennu milli ríkjanna og yfirmaður þeirra gaf togaraskipstjórunum þau fyrir mæli að halda skipunum í tveimur hópum svo vörn herskipanna kæmi að sem bestu gagni. Þrátt fyrir þetta héldu klippingar íslensku varðskipanna áfram með góðum árangri.

27-Lincoln-F99-a-AustfjardarmidumHinn 22. september 1973 sigldi breska freigátan Lincoln tvívegis á varðskipið Ægi og átti atburðurinn stóran þátt í að koma Bretum að samningaborðinu.

Undir lok árs 1973 var samið við Breta til bráðabirgða. Samkvæmt þeim samningu máttu erlend skip stunda veiðar á tilteknum svæðum milli 12 mílna og hinnar nýju 50 mílna fiskveiðilögsögu. Þessi undanþága náði þó ekki til frysti- og verksmiðjutogara.

50-sjomilurVestur-Þjóðverjar gátu ekki sætt sig við það og héldu því áfram að veiða innan íslenskrar fiskveiðilögsögu, auk þess sem löndunarbann var sett á íslensk skip í þarlendum höfnum árið 1974. Samkomulag náðist loks við Vestur-Þjóðverja undir lok árs 1975. Öðru þorskastríðinu var nú lokið en stutt var í það næsta þegar Íslendingar færðu fiskveiðilögsöguna út í 200 mílur í október árið 1975.

Heimild: Svipmyndir úr sögu 70 ára sögu Landhelgisgæslu Íslands.

53-LullaklippurGuðmundur Kjærnested, skipherra, og Lárus vélstjóri við klippur er voru smíðaðar um borð í Ægi.

22-Odinn-IIIVarðskipið Óðinn le´k sto´rt hlutverk í öðru þorskastríðinu.