Námskeið um hamingju og vellíðan á vinnustað haldið um borð í Tý.
11.4.2019 Kl: 11:45
Það er þjóðþrifamál að hafa hamingjusamar áhafnir en Landhelgisgæslunni er umhugað um vellíðan alls starfsfólks stofnunarinnar. Þess vegna var haldið sérstakt sérstakt námskeið um hamingju og vellíðan á vinnustað áður en varðskipið Týr hélt frá Reykjavík í gær.
Við hjá Landhelgisgæslunni erum svo heppin að Svanhildur Sverrisdóttir, mannauðsstjóri stofnunarinnar, leggur þessa dagana stund á jákvæða sálfræði sem og fleiri greinar sem tengjast vellíðan á vinnustað. Því var auðsótt að fá Svanhildi og skólasystur hennar, Elísabetu Pétursdóttur og Matthildi Þórarinsdóttur, til að veita áhöfninni innblástur um hamingju áður en haldið var út á sjó.
Námskeiðið gekk afar vel en einn í hverjum hóp sagði félögum sínum frá því hverja hann teldi vera þeirra helstu styrkleika og af hverju. Að auki vinnur áhöfnin verkefni á meðan úthaldinu stendur en tilgangurinn er að gera hvern og einn meðvitaðan um eigin ábyrgð þegar kemur að hamingju og vellíðan á vinnustað.
Núna siglir hamingjusamari áhöfn um sundin blá og er sem fyrr alltaf til taks!
Eiríkur Bragason, skipherra, Svanhildur Sverrisdóttir, Elísabet Pétursdóttir og Matthildur Þórarinsdóttir.
Námskeiðið gekk afar vel en einn í hverjum hóp sagði félögum sínum frá því hverja hann teldi vera þeirra helstu styrkleika og af hverju. Myndir: Guðmundur St. Valdimarsson
Námskeiðið gekk afar vel.