Dómsmálaráðherra heimsótti Landhelgisgæsluna

Kynnti sér helstu verkefni Landhelgisgæslunnar

  • Image00003_1688128892120

30.6.2023 Kl: 12:39

 

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók á fimmtudag á móti Guðrúnu Hafsteinsdóttur, dómsmálaráðherra, og samstarfsfólki í nýju flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli.  
Guðrún kynnti sér fjölbreytta starfsemi Landhelgisgæslunnar og helstu verkefni stofnunarinnar.  
Í nýja flugskýlinu var þyrlukostur Landhelgisgæslunnar skoðaður. Einnig heilsaði Guðrún upp á áhöfnina á TF-SIF sem var að undirbúa eftirlitsflug um hafsvæðið umhverfis landið.  
Landhelgisgæslan þakkar Guðrúnu og samstarfsfólki kærlega fyrir komuna.
Gudrun-Hafsteinsdottir-domsmalaradherraGuðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, heilsaði upp á áhöfnina á TF-SIF. Image00002_1688128892194Guðrún kynnti sér starfsemi Landhelgisgæslunnar. 
Image00012_1688128892177Guðrún Hafsteinsdóttir skoðar nýtt flugskýli Landhelgisgæslunnar. 
Image00007_1688128892268Guðrún Hafsteinsdóttir og Georg Lárusson.