Nítján meðlimir Mulroy sveitar írsku strandgæslunnar heimsóttu Landhelgisgæsluna á laugardag.
8.10.2018 Kl: 08:00
Nítján meðlimir Mulroy sveitar írsku strandgæslunnar heimsóttu Landhelgisgæsluna á laugardag. Hópurinn kynnti sér starfsemi Gæslunnar auk þess sem farið var í siglingu á Baldri, Óðni og Ásgrími S. Björnssyni, björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Haldin var sérstök æfing vegna þessa þar sem björgun úr skipi var æfð með TF-GNA, þyrlu Landhelgisgæslunnar, í hressilegu haustveðri. Þetta er í annað sinn sem meðlimir Mulroy sveitarinnar heimsækja Landhelgisgæsluna. Bæði heimsóknin og æfingin heppnuðust afar vel.
Björgunarskipið Ásgrímur S. Björnsson. Ljósmynd: Jón Páll Ásgeirsson.
Óðinn og Baldur. Ljósmynd: Jón Páll Ásgeirsson.
Farið var í siglingu á hinum spræka Óðni. Ljósmynd: Jón Páll Ásgeirsson.
Þór og Baldur fyrir æfinguna á laugardag. Ljósmynd: Jón Páll Ásgeirsson.
Hópurinn var afar ánægður með hvernig heimsóknin og æfingin heppnuðust. Ljósmynd: Jón Páll Ásgeirsson.