Hjálparsveit skáta í Kópavogi heimsótt

Afar gott samstarf Landhelgisgæslunnar og Hjálparsveitar skáta í Kópavogi

  • 1_1651073508013

27.4.2022 Kl: 15:31

Landhelgisgæslan og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa átt í afar góðu samstarfi á undanförnum áratugum. Landhelgisgæslan treystir á björgunarskip Slysavarnafélagsins sem staðsett eru víða um land ásamt þrautþjálfuðum áhöfnum þeirra. 

Á dögunum bauð Hjálparsveit skáta í Kópavogi nokkrum starfsmönnum Landhelgisgæslunnar á æfingu þar sem kunnátta og hæfni sveitarinnar kom berlega í ljós. 

Takk fyrir okkur!

IMG_6263Um borð í björgunarskipi sveitarinnar. 

1_1651073508013Um borð. 

IMG_6248Guðríður M. Kristjánsdóttir, yfirlögfræðingur, og Fríða Aðalgeirsdóttir, fjármálastjóri.

2_1651073508035Æfingin fór fram í nágrenni Reykjavíkur.