Hlaupið í minningu Jennýjar Lilju

Á laugardaginn kl 11:00 ætla vinir og ættingjar Jennýjar Lilju sem lést af slysförum aðeins þriggja ára að hittast við Kópavogskirkjugarð.

  • 241625018_3141104726213917_2945195678666197622_n

15.9.2021 Kl: 11:24

Á laugardaginn kl 11:00 ætla vinir og ættingjar Jennýjar Lilju sem lést af slysförum aðeins þriggja ára að hittast við Kópavogskirkjugarð og hlaupa fyrir Jenný Lilju og þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.

Aðstandendur viðburðarins hvetja alla til að slást í hópinn og taka þátt í deginum hvort sem það er í hlaupaskónum eða í stuðningssveitinni.

Áheitasöfnun á hlaupastyrkur.is er í fullum gangi og Landhelgisgæslan hvetur alla sem vettlingi geta valdið til að heita á þennan öfluga hóp sem hleypur fyrir þyrlusveit Landhelgisgæslunnar í ár.

Nánari upplýsingar má finna hér .