Hljóp maraþon stuttu eftir krabbameinsaðgerð

Geir Legan, varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, hljóp maraþon um helgina.

  • IMG_5805

26.8.2019 Kl: 15:52

Geir Legan, varðstjóri í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, var fulltrúi Landhelgisgæslunnar í Reykjavíkurmaraþoninu um helgina en hann gerði sér lítið fyrir og hljóp heilt maraþon. Það verður að teljast einstaklega hraustlega gert, sérstaklega í ljósi þess að Geir gekkst undir krabbameinsaðgerð fyrr á árinu þar sem tvö lungnablöð af fimm voru fjarlægð. 

Landhelgisgæslan óskar Geir innilega til hamingju með árangurinn!

IMG_5805Geir Legan var að vonum ánægður að hlaupi loknu.

68875657_10220127818288387_8079570667667718144_n