Áhöfnin á varðskipinu vann að hreinsun hafnarinnar á Flateyri í dag.
17.1.2020 Kl: 20:33
Varðskipið Þór er áfram til taks við Flateyri. Dagurinn hófst á fundi áhafnarinnar með fulltrúum Umhverfisstofnunar, Náttúruhamfaratrygginga og Sætækni ásamt hafnarstjóra Ísafjarðarbæjar þar sem farið hvernig standa ætti að hreinsun hafnarinnar og skipsflaka.
Eftir hádegi hófst áhöfnin á Þór svo handa við hreinsun ásamt björgunarsveitarmönnum. Varðskipsmenn fóru á tveimur léttbátum frá varðskipinu og allskyns munir voru hreinsaðir úr höfninni. Þar á meðal voru fiskiker, gúmmíbjörgunarbátar, plaströr og fleira. Mest allt var svo híft með krana varðskipsins upp á bryggju.
Annar fundur var haldinn í kvöld þar sem farið var yfir hvernig standa eigi að áframhaldandi hreinsunarstarfi í höfninni á morgun.
Mest allt var svo híft með krana varðskipsins upp á bryggju. Áhöfnin á Þór og björgunarsveitir unnu að hreinsunarstarfi á léttbátum í höfninni á Flateyri.
Brak flutt með léttbát varðskipsins.
Áhöfnin á varðskipinu Þór í höfninni í dag.
Gúmmíbjörgunarbátur hífður upp.
Áhöfnin á varðskipinu með gúmmíbjörgunarbát.