Innsýn í líf áhafnar

Verkefnin fjölbreytt sem endranær.

  • 562858BE

10.3.2020 Kl: 15:03

Varðskipin Þór og Týr hafa til skiptis sinnt reglubundnu eftirliti á hafinu umhverfis Ísland á undanförnum vikum eins og venjulega. 

Verkefnin eru ætíð afar fjölbreytt og samanstanda af æfingum, útköllum, viðhaldi, eftirliti og almennri löggæslu á hafinu, svo eitthvað sé nefnt.

Ferð varðskipsins Þórs í febrúar var vel skrásett og myndavélin aldrei langt undan. Meðfylgjandi myndir gefa innsýn inn í daglegt líf þeirra sem skipa áhafnir varðskipanna. 

Á þeim má sjá þegar áhöfnin æfði reykköfun í lestinni, skipstjórnarmenn voru þjálfaðir á dráttarspil skipsins, fjöldabjörgunarbryggja var prófuð, unnið var við öldumælisdufl undan Drangsnesi og viðhald fór fram í aðalvél. 


20200131_133542

Skipstjórnarmennirnir voru einbeittir á svip þegar þjálfun á dráttarspili skipsins fór fram.20200131_133530Varðskipið Þór20200131_133511Friðrik Höskuldsson, Einar H. Valsson og Einar Ingi Reynisson að störfum.72D54DFjöldabjörgunarbryggja prófuð á Ísafirði.9B5682EABryggjan á Ísafirði.Pall-Geirdal-mynd-Arni-SaebergPáll Geirdal, skipherra, í Reykjavík. Ljósmynd: Árni Sæberg.20200130_112127Reykköfun æfð.20200130_092329Tryggvi Ólafsson og Einar Hansen, vélstjórar, ráða ráðum sínum í vélarúmi Þórs.20200130_093833Unnið að viðhaldi.562858BENæturæfing með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar.20200129_093138Unnið að öldumælisdufli undan Drangsnesi.