Jólastund Landhelgisgæslunnar haldin í dag
Hin árlega jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar var haldin hátíðleg í dag venju samkvæmt.
12.12.2018 Kl :13:56
Hin árlega jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar var haldin hátíðleg í dag venju samkvæmt. Um árlegan viðburð er að ræða sem hefur skapað sér fastan sess í aðdraganda jólanna. Inga Guðrún Birgisdóttir, starfsmannastjóri Landhelgisgæslunnar, bauð starfsmenn velkomna og Georg Kristinn Lárusson forstjóri flutti ávarp og fór yfir helstu atriði ársins 2018. Hann hrósaði starfsmönnum fyrir dugnað, elju og áræðni við úrlausn fjölmargra vandasamra verka á árinu.
Eins og hefð hefur verið fyrir var upplestur jólaguðspjallsins hluti af dagskrá þessarar hátíðlegu stundar en að þessu sinni var það lesið af Jónínu Þ. Hansen, stýrimanni. Þá kom söngvarinn góðkunni, Bergþór Pálsson, og söng inn jólin með fallegum tónum auk þess sem hann ræddi um mikilvægi jákvæðs hugarfars.
Tveir starfsmenn sem hófu töku eftirlauna á árinu voru sérstaklega heiðraðir, þeir Egill Bjarnason, yfirvélstjóri, og Sigurður Steinar Ketilsson, skipherra, sem lét af störfum eftir hálfrar aldar farsælt starf. Auk þeirra hlaut Sandra Margrét Sigurjónsdóttir sérstakar þakkir en hún lét af störfum sem fjármálastjóri á árinu. Þrír starfsmenn sem fögnuðu fimmtugs- og sextugsafmælum á árinu voru heiðraðir sem og starfsfólk sem auðgað hefur starfsandann.
Hér eru nokkrar myndir frá þessari hátíðlegu jólastund sem Jón Páll Ásgeirsson stýrimaður tók.
Að venju voru bornar fram dýrindis kræsingar.
Starfsmannafélagið hefur verið afar öflugt á árinu og fengu viðurkenningu fyrir vel unnin störf.
Sigurður Steinar Ketilsson tekur við viðurkenningu úr hendi Georgs Kristins Lárussonar, forstjóra Landhelgisgæslunnar. Sigurður Steinar setti sannarlega svip sinn á störf Landhelgisgæslunnar en hann starfaði hjá stofnuninni í hálfa öld.
Egill Bjarnason hóf einnig töku eftirlauna á árinu. Hann var heiðraður fyrir vel unnin störf.
Bergþór Pálsson fór á kostum.
Jónína Þ. Hansen, stýrimaður, flytur jólaguðspjallið.
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi, og Fríða Aðalgeirsdóttir, fjármálastjóri.
Að venju var glatt á hjalla.
Inga Guðrún Birgisdóttir mannauðstjóri.
Georg Kristinn Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, flytur ávarp.
Öldungaráð Landhelgisgæslunnar var á sínum stað.
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar fylgdust með af athygli.
Hilmar Ægir Þórarinsson, Björgólfur Ingason og Ragnar Marel Georgsson áttu allir stórafmæli á árinu.
Halldór Benóný Nellett, Birgir Hreiðar Björnsson og Einar Valsson ræða saman.
Inga Guðrún Birgisdóttir og Jónína Þ. Hansen.