Jón Árni nýr aðalvarðstjóri
Tekur við stöðunni af Björgólfi Ingasyni
5.2.2024 Kl: 10:35
Aðalvarðstjóraskipti urðu í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar um mánaðamótin. Jón Árni Árnason er nýr aðalvarðstjóri og tekur við stöðunni af Björgólfi Ingasyni sem hverfur til annarra starfa innan Landhelgisgæslunnar.
Lyklaskiptin fóru fram í síðustu viku þegar Björgólfur afhenti Jóni Árna minnislykil sem inniheldur hafréttarsamning Sameinuðu þjóðanna.
Jón Árni hóf störf á varðskipum Landhelgisgæslunnar árið 1996 og hefur starfað í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar frá árinu 2012. Björgólfur færir sig um set og kemur til með að starfa í siglingaöryggis- og sjómælingadeild Landhelgisgæslunnar en verður í sérverkefnum á aðgerðasviði næstu vikurnar.
Björgólfur Ingason og Jón Árni Árnason.