Kafað að El Grillo

Flókið verkefni að baki

  • El-Grilo-verkefni-2022-133-

8.6.2022 Kl: 15:08

Í lok síðasta mánaðar vann áhöfnin á varðskipinu Freyju ásamt köfurum Landhelgisgæslunnar að því að stöðva leka sem kominn var úr tveimur opum á tönkum olíuskipsins El Grillo. Steypt var í tankana en ekki var um sömu op að ræða og steypt var í fyrir um tveimur árum.


Áður en hafist var handa tók talsverðan tíma að hreinsa frá tönkunum þar sem nokkuð brak og set hafði safnast fyrir. Sömuleiðis gerði það köfurunum erfitt fyrir að opin voru að hluta undir yfirbyggingu skipsins.
Steypan hélt og þar með var tilgangi þessa umfangsmikla verkefni náð.


Lítið magn olíu er aftur á móti fast undir göngubrú sem liggur yfir tanka skipsins og búast má við því að úr henni seytli lítillega þegar hlýna tekur. Sérstök girðing hefur verið hönnuð og smíðuð fyrir sveitarfélagið Múlaþing en henni er ætlað að fanga slíka olíu í yfirborðinu. Landhelgisgæslan mun síðar í sumar aðstoða við að koma girðingunni fyrir.


Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður um borð í Freyju, tók þessar skemmtilegu myndir af starfsmönnum Landhelgisgæslunnar að störfum við verkefnið.


El-Grilo-verkefni-2022-151-Kafari kemur upp úr sjónum. 
El-Grilo-verkefni-2022-144-Verkefnið var umfangsmikið. 
El-Grilo-verkefni-2022-133-Farið af stað. 
Kofun-vid-Key-Fighter-15-Áhöfnin á Freyju að störfum. 
El-Grilo-verkefni-2022-159-