Kafarar frá Landhelgisgæslunni kallaðir út til leitar

Leitað fram í myrkur

  • IMG_2202
  • IMG_2201

15.8.2019 Kl: 18:13

Þrír kafarar frá séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðir út til leitar að belgíska ferðamanninum sem talinn er hafa fallið í Þingvallavatn. Þeir bætast í hóp kafara frá björgunarsveitum og lögreglu sem leitað hafa í vatninu í dag. Kafararnir lögðu af stað með slöngubát og annan búnað nú síðdegis en gert er ráð fyrir að leitað verði fram í myrkur.

IMG_2201Myndirnar sem fylgja með eru af köfurunum fyrir brottför.